Nafn viðburðar | Lýsing viðburðar | Ráðstefnuland | Dagsetning |
Fjölþjóðleg áfangaráðstefna um mitt tímabil verkefnis | Þessi áfangaráðstefna fer fram í Grikklandi í 12/7 á sama tíma og námsskrárvinnan hefst. Ráðstefnan verður opin stofnunum á sviði starfsnáms og þjálfunar, svo og utanaðkomandi aðilum.Ráðstefnan fjallar fyrst og fremst um vinnuveitendur og reynt verður að laða þá til þátttöku til að afla hagnýtra upplýsinga um reynslu þeirra, á þessu stigi, af samstarfi við starfsmenntageirann, sér í lagi vinnumiðlunarþáttinn. Einnig verður leitast við að veita vinnuveitendum upplýsingar um nýja atvinnuréttindastaðla sem verið er að þróa til að gera vinnumiðlara hæfari til að sjá fyrir og bregðast við þörfum vinnumarkaðarins; í þessu samhengi verður efnt til hringborðsumræðna. Ráðstefnan gefur vinnuveitendum tækifæri til umsagnar um verkefnið og þá færniþætti sem verið er að þróa. Svörum vinnuveitenda verður síðan komið áfram til starfshóps færnirammans sem tekur mið af þeim. | Grikkland | 12/7/2017 |
Lokaráðstefna | Markmið lokaráðstefnunnar er vera vettvangur fyrir alla samstarfsaðila verkefnisins og laða til sín hagsmunaðila, stefnumótendur, vinnuveitendur og stuðningsaðila innan þátttökulandanna, einkum þó Austurríkis, í þeim tilgangi að mynda grundvöll fyrir kynningu á verkefninu og styrkja jafnframt og útvíkka þá vinnu sem þegar hefur verið unnin. Þannig verður lokaráðstefnan ekki “endanlegur viðburður” heldur miklu fremur vettvangur til að fagna þeim árangri sem þegar hefur náðst og til kynningar á frekari þróunaráætlunum.
Þessi eins dags fundur í Vín er opinn hagsmunaaðilum, vinnuveitendum, starfsmenntunarstofnunum og þeim sem hafa áhuga á öllum sviðum vinnumiðlunar. Viðburðurinn verður notaður til að kynna starf samstarfsaðila undanfarin 3 ár, þar með talin sérsvið sem höfða til allra hópa sem eiga fulltrúa á fundinum. Tækifæri gefst til að taka þátt í hringborðsumræðum með sérfræðingum og fagmönnum úr öllum þeim starfsgeirum sem hugsanlega geta átt aðild að verkefninu eða tengst niðurstöðum þess; hér verður um að ræða vinnuveitendur, vinnumiðara, styrktaraðila og lykilfólk frá starfsþjálfunar- og menntastofnunum. |
Austurríki | 5/7/2018 |
Landsráðstefna | Landsráðstefnurnar miða að því að auka þátttöku í frumprófunum á afurðum verkefnisins í hverju aðildarlandi fyrir sig og veita tækifæri til skoðanaskipta við vinnuveitendur, hagsmunaaðila og starfsmenntunarstofnanir. Ráðstefnunum er einnig ætlað að afla stuðnings við hugmyndina um starfsstaðla og gæðaviðurkenningu sem nota má í störfum atvinnumiðlara á alþjóðavettvangi. | Austurríki | 17/10/2017 |
Kýpur | 27/9/2017 | ||
Þýskaland | 2/6/2017 | ||
Grikkland | 12/7/2017 | ||
Ísland | 12/9/2017 | ||
Ítalía | 26/9/2017 | ||
Spánn | 9/11/2017 | ||
Bretland | 23/5/2017 |