Á grundvelli áður samþykktra staðla á sviði starfshæfni og þekkingar, hefur sameiginleg námsskrá verið hönnuð, þróuð og prófuð. Námsskráin inniheldur dæmi um raunverulegar kennslustundir, ásamt hjálpargagna og kennslubúnaðarpakka. Hún er gerð í því markmiði að skrá til þátttöku, þjálfa og styðja starfandi atvinnumiðlara í þeim þeim löndum sem taka þátt í verkefninu. Á þessu stigi verkefnisins munu þátttakendur einbeita sér að eftirfarandi þáttum:
Námsskráin inniheldur þessar einingar:
- Almenna námseiningu sem skoðar sérstaklega núverandi aðstæður vinnumarkaðar ESB ríkja með tilliti til þess hvernig hlutverk atvinnumiðlara þarfnast aðlögunar að þeim. Einnig eru kannaðir kostir þess að nýta fyrirliggjandi hjálpargögn fyrir atvinnumiðlara, eins og til dæmis “Eures” vefsíðurnar sem auðvelda leit að störfum innan aðildarríkja ESB og yfirlit yfir hæfniþarfir (“Skills Panorama”).
- Efna til virkrar samvinnu við vinnuveitendur: Hvernig unnt er að ná árangri í starfi vinnumiðlara. Þessi námseining fjallar um að markaðssetja skuli umsækjendur gagnvart vinnuveitendum; nýta upplýsingar frá vinnuveitendum til að bæta þjónustu; ráðleggja vinnuveitendum í tengslum við ráðningarferli; stuðning í starfi fyrir nýtt starfsfólk; hvernig stofna skal traust samband við vinnuveitendur og viðhalda því; veita vinnuveitendum þjónustu sem þeir eru ánægðir með og; hvetja vinnuveitendur til að leggja fram stuðning við opinbera aðila.
- Samstarf við vinnuleitendur: Þessi eining fjallar um upphaflegt mat á umsækjendum og framkvæmd þróunaráætlana; hvernig undirbúa skal vinnuleitendur undir störf; para saman laus störf og umsækjendur; viðhalda áhuga vinnuleitenda; notkun upplýsingatækni við gerð fyrstu pörunar og; hvernig styðja skal vinnuleitendur sem fengið hafa störf til að halda þeim og ná fullnægjandi árangri.
- Árangursrík verkefnisstjórnun: til dæmis, hvernig á að markaðssetja og kynna þjónustuna fyrir vinnuveitendum og vinnuleitendum; hvernig leist er úr deilum; virkjun netsins í þjónustuskyni; hagsmunaaðilar (bæði innri og utanaðkomandi) og; mikilvægi upplýsingastjórnunar.
Kennslu- og þjálfunargögnin eru afrakstur fjölbreyttra og sveigjanlegra, en jafnframt víðtækra aðfanga; þ.á.m. eru kennsluáætlanir, námseiningaskrá, náms- og kennsluverkefni, ítarefni og æfingar. Í upphafi verður efnið prófað með atvinnumiðlurum í tveimur “Þjálfum þjálfarana” vinnulotum, að loknum tveim fjölþjóðlegum fundum í Berlín og Larissa. Síðan munu atvinnumiðlararnir prófa/endurskoða efnið í vinnuhópum (markhópar verða starfandi atvinnumiðlarar og starfsráðgjafar).
Hágæða námsefni hefur verið framleitt, enda býr samstarfshópurinn yfir mikilli reynslu og sérþekkingu. Námsefnið byggir á virkri þátttöku nemenda sem gefur því síbreytileika; hér ákvarða atvinnumiðlarar sín eigin markmið og skilgreina þau, svo og þróunarþætti námsins. Lögð er áhersla á að nálgast námið með margvíslegum gagnvirkum og sveigjanlegum samstarfsverkefnum; þar á meðal eru umræðuefni sérstaklega ætluð til þess að örva samskipti nemenda í sameiginlegu námsferli. Þetta er auk heldur framsækið, stigvaxandi námsefni sem örvar starfandi atvinnumiðlara til að þróa áfram hæfni sína með því að skiptast á hugmyndum um bestu starfsvenjur við kollega innan samstarfsríkjanna. Námsefnið býður upp á greiningu upphafsþarfa sem allir þátttakendur eiga að útfylla til að léttara verði að skilgreina þær aðferðir sem best henta, svo og viðeigandi námsstig og æfingar, og til að tryggja að að kennslan verði “nemendamiðuð” og nógu sveigjanleg til að mæta einstaklingsbundnum þörfum þeirra atvinnumiðlara sem leggja stund á námið. Allt námsefnið er aðgengilegt atvinnumiðlurum gegnum rafræna Moodle verkvanginn.