Lýsing á atvinnuhæfni


Starfslýsing hins evrópska atvinnumiðlara hefur verið byggð upp á grundvelli upplýsinga sem safnað hefur verið með ítarlegum rannsóknum og mun gefa til kynna þá almennu hæfnisstaðla sem uppfylla þarf til að gegna starfi atvinnumiðlara. Lokaniðurstaðan er víðtæk persónu- og starfslýsing, ásamt skrá yfir þau meginatriði sem nota má til að skilgreina hæfni, þekkingu og færni sem þarf til að ná árangri í starfi atvinnumiðlara. Lýsing á atvinnuhæfni er aðlöguð bæði færnirömmum aðildarríkja og samevrópska færnirammanum.

Lýsing á atvinnuhæfni samanstendur af:

  • Sameiginlegri persónu-, starfs- og hlutverkalýsingu sem skilgreinir tilgang og hlutverk atvinnumiðlara og tryggir að stöðlunarramminn sé í gildi og í samræmi við evrópskar aðstæður;
  • Lýsingu á starfsstöðlum sem fela í sér hæfni til að starfa með árangursríkum hætti sem atvinnumiðlari á grundvelli besta þekkta vinnulags, eins og það er skilgreint í skýrslum einstakra aðildarríkja og samantektarskýrslu; og
  • Yfirliti yfir hæfni, þekkingu, færniþætti og reynslu sem þarf til geta starfað sem virkur atvinnumiðlari og náð góðum árangri í starfi.