Grunnforsendur


Þetta verkefni miðar að því að þróa, hanna og fullvinna nokkrar tengdar útfærslur starfsnáms og starfsþjálfunar til stuðnings nýjum starfsháttum “atvinnumiðlara” í Evrópu.

Verkefnið fellur undir eitt af helstu markmiðum áætlunar ESB um samvinnu á sviði menntunar og starfsþjálfunar (ET 2020). Hér sameinast átta aðildarríki (Evrópuþáttur í menntasamstarfi) um að þróa og fullvinna “nýja” námsskrá sem framlag til betri gæða, afkasta og  notagildis á sviði starfsmenntunar (VET)og  þjálfunar í þágu vinnumarkaðarins.

Verkefnið leggur sitt af mörkum til framkvæmdar Evrópa 2020 starfsáætlunarinnar, en hún miðar að því að til verði störf fyrir 75% af aldurshópnum 20-64 fyrir tilstuðlan átaksins “hagvöxtur handa öllum” (inclusive growth) sem leitast við  að dreifa ábata af hagvexti sem allra víðast um samfélagið.

Í þessu samhengi mun verkefnið fullvinna námsskrá sem hjálpar aðilum sem annast starfsnám og þjálfun til að finna varanleg störf handa nemendum sínum (atvinnuleitendum).  Auk þessa mun verkefnið stuðla að hreyfanleika þessara þessara sérþjálfuðu starfskrafta með því að samhæfa námskröfur.

Nú er alvarlegt atvinnuleysi víða í Evrópu, einkum þó í sunnanverðri álfunni – en engu að síður sjást merki um batnandi atvinnuhorfur sérþjálfaðs starfsfólks, jafnvel í svo ríkum mæli að sums staðar tekst ekki að manna öll störf. [read more=“Lesa meira“ less=“Lesa minna“]

Þegar horft er til þessa baksviðs, gegna hæfir vinnumiðlarar í vaxandi mæli lykilhlutverkum við útvegun sérþjálfaðs starfsfólks sem gegnt getur störfum við margvíslegar og mismunandi aðstæður. Má þar til dæmis nefna opinberar vinnumiðlunarstofur, atvinnuráðgjöf og stofnanir sem annast starfsnám og þjálfun.  Þessir aðilar þurfa að geta leiðbeint nemendum í opinberri starfsþjálfun og veitt þeim stuðning í leit að varanlegum atvinnutækifærum.

Þetta afmarkaða Leonardo samstarfsverkefni sem nú stendur yfir hefur ekki bara leitt í ljós margvísleg afbrigði atvinnumiðlunar í hinum ýmsu  ESB ríkjum, heldur einnig sýnt fram á að sú aðferð að greiða laun í hlutfalli við afköst (sem nú nýtur t.d. vaxandi vinsælda í opinbera geiranum) er að gjörbreyta hlutverki atvinnumiðlarans. Þetta á sérstaklega við um Bretland (UK)  þar sem “afurðatengd” fjármögnun er algeng – stundum eru 100% opinberra styrkja háðir því að nemandinn sem nýtur stuðnings í námi/er atvinnulaus, verði sér úti um vinnu, eða haldist í starfi. Sams konar tilhneigingu má einnig merkja í starfstengdu námi og þjálfun (VET) í Þýskalandi, á Spáni og í Grikklandi; en svipað fyrirkomulag er jafnframt í athugun í fleiri aðildarríkjum (t.d. Ítalíu). Með hliðsjón af þessari þróun verða svo þeir sem skipuleggja starfstengt nám (VET) að “hugsa upp á nýtt” hinar hefðbundu aðferðir, þar sem fjárstyrkir eru ekki lengur einungis veittir til að halda uppi námskeiðum, heldur er uppi vaxandi krafa um að nemendurnir fái vinnu og haldi henni.

Þetta, ásamt öðru, hefur orðið til þess að ekki er lengur nóg að þjálfa fólk, eða “aðlaga” umsækjendur að störfum: Þeir sem annast starfsmenntun og þjálfun verða að nýta krafta sína og aðstöðu með öðrum hætti og starfa nánar með vinnuveitendum til að “miðla” árangri í útvegun atvinnu og tryggja árangur í starfi. Í þessu samhengi er verkefnið um atvinnumiðlun svar við því sem kallað var eftir í Bruges yfirlýsingunni (2010) um nauðsyn þess að bæta sambandið milli markaðar og starfsþjálfunar; gera starfsnámið árangurstengdara; og þróa sameiginlegt “samskiptatungumál” sem brúar bilið á milli menntunar, þjálfunar og atvinnulífs (Efnahags- og félagsmálastofnun SÞ – ESCO). Til að uppfylla væntingar atvinnurekenda þurfa vinnumiðlarar að öðlast betri skilning á tilteknum geirum og hlutverkum innan atvinnulífsins. Nemendur í starfsþjálfun á vegum hins opinbera munu einnig koma úr tilteknum markhópum sem þurfa á sérstökum stuðningi að halda (t.d. langvarandi atvinnulausir, fólk með fötlun, fólk sem er hvorki í menntun, starfi né þjálfun – NEETs). Allt táknar þetta að atvinnumiðlarinn verður að geta veitt nemandanum persónulega sérsniðna aðstoð í námi og þjálfun, ásamt langtíma stuðningi í starfi.

Þessar nýju aðstæður eru í beinum tengslum við stefnu í starfsþjálfun og menntun og aðlögun hennar að þróun efnahagsmála. Af þessu leiðir að gera þarf auknar kröfur til starfsemi vinnumiðlara innan starfsmenntunarnáms í ESB ríkjum og skilgreina fullnustu þjálfunar þeirra og löggildingu starfseminnar. Í þessu samhengi hafa verkefninu verið sett eftirfarandi markmið:

1. Framkvæma skal ítarlega, fjölþjóðlega rannsókn og samanburðargreiningu á eðlisþáttum starfa atvinnumiðlara, stefnumálum þeirra og starfsvenjum.
2. Þróun lýsingar á hæfni atvinnumiðlara í samræmi við færniramma hvers lands (NQFs) og evrópska færnirammann (EQF).
3. Hönnun og þróun námsskrár og stefnumörkun undir formerkinu “Þjálfum þjálfarana” til að tryggja árangursríka atvinnumiðlun.
4. Gera úr garði leiðbeiningartól sem stuðlar að bættum árangri í starfi atvinnumiðlara.
5. Fullvinnsla þjálfunarnámsins sem leiðir til viðurkenningar þess.
6. Markviss söfnun rafrænna upplýsinga á netinu (Network Legacy Plan) til að byggja upp fjölþjóðlegt gagnanet fagaðila í atvinnumiðlun og auðvelda þannig flutninga fólks milli aðildarríkjanna.

Niðurstöður verkefnisins þurfa að birtast á fjölþjóðlegum vettvangi svo að unnt sé að þróa sameiginlega grundvallarnámsskrá, sem first og fremst stefnir að fullgildingu og viðurkenningu atvinnumiðlara, og búa þá með þeim hætti undir vaxandi kröfur atvinnurekenda, atvinnuleitenda og starfsmenntunarstofnana. Allir þessir aðilar þurfa að starfa saman þar sem engin stofnun getur ein og óstudd tekist á við svo krefjandi verkefni. Í þessu tilviki er um að ræða 8 samstarfsaðila (opinberar stofnanir og einkaaðila) sem sameiginlega búa yfir sérfræðiþekkingu í hönnun á sviði starfs- og hæfniþjálfunar, þróun námsskrár og skipulagi náms, hafa réttindi til fullvinnslu verkefna og vottunar þeirra, ásamt reynslu á sviði opinberrar stefnumótunar og skipulagi starfsmenntunar. [/read]