Til að forprófa það námsefni á sviði vinnumiðlunar sem þátttakendur hafa hannað, mun hver þátttakandi fyrir sig skipuleggja rýnihóp í heimalandi sínu til að endurskoða námsefnið sem þróað hefur verið, þ.m.t. þær rannsóknir sem lokið er og starfslýsingu vinnumiðlara sem unnin var á fyrra stigi verkefnisins.
Auk starfsfólks stofnana sem aðild eiga að verkefninu, munu eftirfarandi aðilar taka þátt í hverjum rýnihóp fyrir sig: vinnumiðlarar frá opinberum og einkareknum stofnunum; náms- og starfsráðgjafar og vinnumiðlarar frá símenntunarmiðstöðvum og starfs-endurhæfingu; náms- og starfsráðgjafar og/eða aðrir hagsmunaaðilar sem hafa áhuga á vinnumiðlun. Þessu vinnuferli lýkur um miðjan júlí 2017.
Ef þú hefur hug á að taka þátt í rýnihóp eða vildir gjarna kynna þér betur námsefnið og skipulag þess og ert búsett(ur) í einu aðildarlandanna, hafðu vinsamlegast samband við tengilið þess lands þar sem þú dvelur:
Austurríki: Martin Stark
Kýpur: George Georgiadis
Grikkland: Vaso Anastasopoulou
Þýskaland: Reiner Aster
Spánn: Gema Díaz Domínguez
Ísland: Soffia Gísladóttir
Ítalía: Stefano Bini
Bretland: Amanda Francis